Bekkjatenglar

Þegar barnið okkar byrjar í skóla verður það hluti af skólasamfélagi. Að tilheyra samfélagi þýðir að við höfum réttindi, skyldur og ábyrgð, ekki aðeins gagnvart okkur sjálfum, heldur líka gagnvart öðrum sem tilheyra þessu samfélagi.

Hlutverk bekkjafulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers árgangs/bekkjar með það að markmiði að einstaklingarnir í skólasamfélaginu og samfélagið í heild nái að dafna og blómstra. Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa. Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir fyrir hvern bekk (eða árgang) og að einungis sé skipt um annan bekkjarfulltrúann í hvert sinn, þannig að þeir sitji tvö ár í senn. Bekkjarfulltrúar eru einnig tengiliðir við stjórn foreldrafélags.

Upplýsingar varðandi bekkjatengla koma inn eftir skólakynningar og þegar búið er að fá fólk í þessi frábæru störf bekkjatengla. 

 

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is