Foreldrar

Ef þú vilt eiga náið og heilbrigt samband við barnið þitt þarftu að setja  barnið í forgang.

Samkvæmt grunnskólalögum bera foreldrar ábyrgð á uppeldi barna sinna og að þau sæki skóla. Foreldrum ber að gæta hagsmuna barna sinna og fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra. Í aðalnámskrá segir m.a. að foreldrar eigi að greina skólanum frá atriðum sem geta haft áhrif á námsframvindu, ástundun og hegðun. Foreldrar eiga jafnframt að fá tækifæri til að taka þátt í námi barna sinna sem og í skólastarfi almennt.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is