Lestrarstefna Hraunvallaskóla

,,Ó voldugu álfkonur gefið nýfæddu barni mínu ekki aðeins heilsu, fegurð, ríkidæmi og allt hitt sem þið eruð vanar að koma stormandi með – gefið barni mínu lestrarhungur”

(Astrid Lindgren)

Árið 2014 fékk Hraunvallaskóli styrk úr Nýsköpunarsjóði fræðsluráðs í Hafnarfirði til að efla lestrarkennslu í skólanum og læsi nemenda. Í kjölfarið var ákveðið að ráðast í gerð lestrarstefnu fyrir skólann og myndað lestrarteymi sem átti að vinna að mótun stefnunnar. Við gerð stefnunnar voru hafðir til hliðsjónar þeir þættir sem Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hefur skilgreint og lagt upp með í lestrarkennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hér má lesa lestrarstefnu Hraunvallaskóla.



Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is