• Hafnarfjarðarbær
    Dreki

SMT skólafærni

22.4.2022

Markmið SMT skólafærni  er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Þessi nálgun byggir á margra ára rannsóknum sérfræðinga, í Oregon í Bandaríkjunum, og er framkvæmd í samráði við þá.

Hrós er notað sem jákvæð og árangursrík hvatning. Hvatning í formi hróss eykur mjög  sjálfstraust barna og er árangursríkust ef hrósið er nákvæmt og ef það er gefið fyrir nýja og betri hegðun eða færni. Drekinn er gefinn þegar starfsmaður verður vitni að æskilegri hegðun nemanda, eins og að fara eftir reglum eða þegar hann sýnir framför. Einnig er hægt að gefa hópum drekann. Nemandi skilar síðan drekanum til umsjónarkennara. Hópurinn fær síðan umbun þegar fyrirfram ákveðnum fjölda dreka er náð. Stoppmiði er gefinn þegar nemanda tekst ekki endurtekið að fara eftir reglum skólans og við alvarlegri brot á skólareglum. Þá fer af stað agaferli skv. reglum SMT. Sjá einnig hér

Nánar um PMT og SMT á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar: www.pmt-foreldrafaerni.is.

Glærukynning


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is