Dagskrá framundan

Aðalfundur foreldrafélagsins

Kæru foreldrar og forráðamenn

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn næstkomandi þriðjudag 30. ágúst kl: 19:30 í matsalnum.

Dagskrá aðlafundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Skýrslur nefnda lagðar fram
4. Lagabreytingar ef þurfa þykir
5. Reikningar lagðir fram til samþykktar
6. Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
8. Skýrsla fulltrúa í skólaráði lögð fram
9. Kosning fulltrúa í skólaráð samkvæmt starfsreglum félagsins
10. Önnur mál


Foreldrar/forráðarmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi félagsins. Mikið starf var unnið í fyrra sem fylgja þarf eftir á þessu skólaári eins og að hafin verði bygging Skarðshlíðarskóli svo hægt sé að mæta auknum fjölda nemenda.

Þau sem vilja taka þátt í stjórn foreldrafélagsins sendi póst á stjorn_ffh@googlegroups.com eða gefa sig fram við okkur á fundinum.

Fjölmennum og stöndum vörð um góðan skóla.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is