Dagskrá framundan

Samtalsdagur 1. október

Fimmtudagurinn 1. október er samtalsdagur samkvæmt skóladagatali. Þá koma foreldrar og barn saman í skólann og hitta umsjónarkennara sinn. Samtölin fara fram á heimasvæðum. Foreldrar fá nánari upplýsingar um samtalstíma frá umsjónarkennara. Við minnum á að allir kennarar eru til viðtals þennan dag. Nemendur í 7. bekk eru með köku- og kaffisölu á samtalsdaginn og biðjum við alla foreldra um að styrkja gott málefni en verið er að safna fyrir nemendaferð í skólabúðir. Athugið að einungis er tekið við peningum. Hraunsel er opið fyrir þau börn sem hafa skráða viðveru þennan dag. 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is