Allir heim fyrir kl. 15 á morgun þriðjudaginn 10. desember

9.12.2019

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun frá kl. 15 á morgun, þriðjudaginn 10. desember. Gul viðvörun verður í gildi frá klukkan 13-15 þegar sú appelsínugula tekur við. Engin röskun verður á skólastarfi í fyrramálið en ákveðið hefur verið að virkja röskun á skólastarfi frá kl. 15 og eru foreldar og forráðamenn beðnir um að sækja börn sín í skólann fyrir klukkan 15. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13. Gert er ráð fyrir að allt það starf sem á sér stað eftir klukkan 15 á morgun falli niður eins og staðan er í dag.

Vegna slæmrar veðurspár og viðvörunar á morgun, þriðjudag 10. desember biðjum við ykkur að skoða eftirfarandi vefsíðu: http://shs.is/index.php/frfi-vegna-ovedurs/aedsla/roskun-a-skolastarfi/ og http://www.hraunvallaskoli.is/skolinn/auglysingar/nr/132 . Almenna reglan er sú að skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema það sé sérstaklega tilkynnt. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir treysta börnum sínum til að ganga í og úr skóla, miðað við aldur og aðstæður.

ENGLISH:

We have a weather alert for tomorrow (Tuesday) for the capital area. Please see this webpage http://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/ and http://www.hraunvallaskoli.is/skolinn/auglysingar/nr/132/ for information for parents. School generally stay open unless school closing is formally announced.

Parents have to make a decision regarding children walking to and from school, based on children´s age and weather conditions.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is