Alþjóðadagur kennara

4.10.2016

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan 5. október og hefur svo verið gert síðan 1996.

Stofnað var til Alþjóðadags kennara að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994. Markmið með deginum hefur ávallt verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum. Alþjóðasamtökin velja baráttumál hvers árs og að þessu sinni er yfirskriftin Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra.  Innan vébanda Alþjóðasamtaka kennara er um 30 milljón kennarar sem tilheyra rúmlega 400 kennarasamtökum í 171 landi. Íslenskir kennarar eru í þessum hópi enda KÍ aðili að Alþjóðasamtökum kennara. Kennarar eru hvattir til að fagna deginum og endilega láta vita af skemmtlegum viðburðum á Facebook-síðu KÍ og á Twitter. 

Myllumerkið er #kennaradagurinn

Althjodadagur-kennara


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is