Álverið sótt heim

25.1.2019

Þann 23. Janúar heimsóttu tíundu bekkingar í Hraunvallaskóla Rio Tinto álverið í Straumsvík. Ferðin var hluti af þemanámi hópsins í efnafræði. Nemendurnir fengu bæði fyrirlestur um umhverfis- og loftlagsmál, öryggisreglur í álverinu og svo auðvitað leiðsögn um verksmiðjuna sjálfa. Mikla athygli vakti kerskálinn þar sem er bæði gríðarlegur hiti og segulsvið sem lætur bréfaklemmur standa í lausu lofti! Þar var smellt í hópmynd áður en haldið var áfram. Ferðin var vel heppnuð og lærðu nemendurnir margt um þennan risavaxna nágranna Vallarhverfisins.

Hraun1

Á myndinni: Nemendur í 10. HBG og 10.  AÓ.

HraunHraun2 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is