Árshátíð 2019

11.4.2019

Árshátíð nemenda á unglingastigi í Hraunvallaskóla var haldinn þann 3. apríl síðastliðinn og er óhætt að segja að það hafi verið frá­bær stemmn­ing. Þemað að þessu sinni var Winter Wonderland og var búið að skreyta skólann með t.d. risa blöðruboga við innganginn og hengja upp ljósaseríur um allan matsalinn.

Unglingarnir mættu í sínu fínasta pússi og var photoboothinn óspart notaður. Maturinn var góður í alla staði og Henning Darri Mosastarfsmaður stóð sig frábærlega sem kynnir fyrir skemmtiatriði frá nemendum og starfsmönnum.

Söngvarinn Flóni kom svo að borðhaldi loknu og hófst ballið með látum en okkar eigin DJ Englasálmar komu svo og lokuðu kvöldinu með trylltu setti. Unglingarnir voru algjörlega til fyrirmyndar, bæði á meðan á borðhaldi stóð og svo á ballinu um kvöldið. Takk fyrir Sturlaða árshátíð!

Kv Starfsfólk Mosans


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is