Aukið upplýsingaflæði

11.1.2017

Eitt af því sem var ákveðið af rýnihópum starfsfólks, nemenda og foreldra síðastliðið vor var að stofna Facebooksíður allra árganga. Síðurnar eiga að vera vettvangur til að auka upplýsingaflæði milli heimilis og skóla og gefa okkur tækifæri til að sýna allt það frábæra starf sem hér er unnið. Stofnaðir hafa verið lokaðir hópar fyrir alla bekki sem ekki höfðu þegar facebooksíðu undir stjórn kennara. Allir geta fundið síðuna en aðeins meðlimir geta séð innlegg. Til að gerast meðlimur þarf samþykki einhvers með admin réttindi á síðunni. 

Stefnan er að síðan fylgi árganginum og þegar nemendur hafa náð tilskyldum aldri fái þeir sjálfir líka aðgang að henni ( miðast við áramót í 8.bekk þegar allir nemendur hafa náð 13 ára aldri). Allar síðurnar heita Hraunvallaskóli + ártal árgangs, t.d. Hraunvallaskóli 2010 (1.bekkur).

Mynd-8


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is