Breytingar á skóladagatali 2019-2020

25.10.2019

Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur staðfest breytingar á skóladagatali Hraunvallaskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Breytingin snýst í aðalatriðum um að skipulagsdagur 6. janúar 2020 er færður til 9. júní. Þá færast skólaslit aftur um 1 dag sem og þema og áhugasviðsdagar í lok maí og byrjun júní. Annað er óbreytt. Breytingar þessar eru gerðar vegna fyrirhugaðar námsferðar starfsfólks til Serbíu í júní 2020. Uppfært skóladagatal má finna á heimasíðu skólans http://www.hraunvallaskoli.is/skolinn/skoladagatal/


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is