Danskir nemendur í heimsókn

8.10.2019

Í dag komu 23 nemendur frá Danmörku í heimsókn til okkar í Hraunvallaskóla ásamt kennurum þeirra. Nemendurnir sem eru 15 ára og koma úr Bernadotteskole í Kaupmannahöfn hittu jafnaldra sína í Hraunvallaskóla og fræddu þá um danska menningu, land og þjóð. Að því loknu var farið um skólann í smærri hópum undir leiðsögn nemenda í Hraunvallaskóla sem sögðu frá skólastarfinu okkar. Heimsóknin kemur til vegna tengsla sem mynduðust gegnum ERASMUS+ verkefnis sem lauk núna á vordögum og Hraunvallaskóli og Bernadotteskole voru þátttakendur í ásamt þremur öðrum skólum í Rúmeníu, Finnlandi og Norður Írlandi. 

Danskir-MVIMG_20191008_110028

Danskir-IMG_20191008_110620

Danskir-IMG_20191008_111945


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is