Drekasprettur 2019

23.5.2019

Drekaspretti lauk formlega mánudaginn 13. maí. Það var frábært að sjá áhugann og lestrargleðina þessar tvær vikur og allir stóðu sig með prýði. Allir nemendur í yngri- og miðdeild fá viðurkenningarskjöl þar sem fram kemur hversu margar mínútur árgangurinn las bæði í heild og að meðaltali. Í yngri deild stóðu 4.bekkingar uppi sem sigurvegarar og í miðdeild sigraði 7. bekkur eins og meðfylgjandi myndir af verðlaunaafhendingunni sýna. Drekasprettur í unglingadeild stóð yfir seinni vikuna og þar varð 8. ÁRB hlutskarpastur. Þau fá kökuveislu og bikar að launum fyrir frækilega frammistöðu.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is