Fræðsla um kvíða hjá börnum og unglingum

6.3.2019

Nú er komið að því að fræðast betur um vellíðan barnanna okkar. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, heldur fyrirlestur um kvíða hjá börnum og unglingum fyrir foreldra í Hraunvallaskóla. Steinunn hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar þar sem hún m.a leggur áherslu á að greina á milli kvíða (sem er tilfinning og hluti af lífinu) og kvíðaröskunar (sem þarf að fá meðferð við). Við hvetjum foreldra til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að hlusta á Steinunni og þiggja ráð úr viskubrunni hennar.

Kvidi-53595369_10156149884817913_4905273077790670848_o


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is