Fræðsluskot

20.2.2017

Fræðsluskot er nýr vefur sem styrktur er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kristín og Ingibjörg Edda sem eru kennarar í íslensku sem annað tungumál við Hraunvallaskóla hafa unnið fræðsluskotin í samstarfi við Huldu Karen Daníelsdóttur verkefnastjóra. Hulda hefur viðamikla reynslu í málefnum tvítyngdra barna.

Vefurinn hefur það hlutverk að styðja við kennara sem starfa í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi. Hann er byggður upp á stuttum gagnlegum fræðsluskotum sem kennarar og nemendur geta nýtt sér. Í Hraunvallaskóla eru ríflega 10% nemenda tvítyngdir og fer hlutfallið vaxandi.

Kennarar og aðrir áhugasamir geta skráð sig á póstlista, neðst til hægri, á heimasíðu Fræðsluskota. Slóðin er http://fraedsluskot.wixsite.com/heim eða fylgst með á Facebook. 

Fraedsluskot




Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is