Glæsilegir fulltrúar Hraunvallaskóla í Stóru upplestrarkeppninni og í smásagnakeppni 8.-10. bekkja

27.5.2020

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Víðistaðakirkju í gær og voru þau Júlía Lind Sigurðardóttir og Arnar Logi Ægisson nemendur í 7. bekk fulltrúar okkar að þessu sinni. Þau stóðu sig frábærlega í annars jafnri og hátíðlegri keppni. Það var fulltrúi Hvaleyrarskóla sem fór með sigur að hólmi í þetta skiptið og fulltrúar Lækjarskóla og Setbergsskóla komu svo í næstu tvö sæti. Jón Ragnar Einarsson nemandi í 10. ÓS komst aftur á móti á pall því hann varð í 1. sæti í smásagnasamkeppni í 8.-10. bekkja veturinn 2019-2020. Hraunvallaskóli átti líka hæfileikaríka nemendur sem sáu um tónlistaflutning á hátíðinni en Elva Marín Ævarsdóttir opnaði hátíðina með fallegum sellóleik og þau Jón Ragnar Einarsson, Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, Erlendur Snær Erlendsson og Aron Þór Björgvinsson ásamt nemanda úr Öldutúnsskóla stigu á stokk og fluttu lagið Total Eclipse of the Heart. Katla Stefánsdóttir sem lenti í 2. sæti í keppninni í fyrra sá svo um að kynna skáld keppninnar. Hraunvallaskóli setti því svo sannarlega svip sinn á þessa skemmtilegu upplestrarhátíð sem á uppruna sinn til okkar í Hafnarfirði. 

IMG_20200526_171834IMG_20200526_171928IMG_20200526_181055IMG_20200526_170419IMG_20200526_190146IMG_20200526_165951MVIMG_20200526_165948


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is