Haustklæði

25.10.2019

Nú er haustið komið af fullum krafti og kuldinn er aðeins farinn að bíta í kinn. Við í Hraunvallaskóla viljum því minna á reglur skólans varðandi útiveru og ítreka mikilvægi þess að allir komi í skólann klæddir eftir veðri.

Allir nemendur í 1.-7. bekk fara út í frímínútur. Ef nemandi hefur verið veikur eða getur ekki að öðrum orsökum farið út hefur hann leyfi til að vera inni og jafna sig eftir veikindi að hámarki tvo daga. Nauðsynlegt er að skrifleg beiðni komi frá foreldrum vegna þessa.

Ekki er gert ráð fyrir að nemendur geti verið inni til að fyrirbyggja veikindi.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is