Heimsókn í álverið

16.1.2020

Þessi glæsilegi hópur nemenda úr 10. ÓS og 10 KJ heimsóttu álverið í Straumsvík í gær. Farið var með hópinn í kynnisferð um álverið. Byrjað var í matsalnum þar sem hópurinn fékk sódavatn (úr áldósum) og kremkex. Bjarni Már upplýsingafulltrúi álversins fræddi þau um starfsemi og svo var haldið í göngutúr um svæðið, inn í steypuskála og kerskála og voru krakkarnir til fyrirmyndar í alla staði. Ferðin var liður í náminu í náttúrugreinum - efnafræði og vistfræði og er álversferðin að verða fastur liður hjá 10. bekk. Með í för frá skólanum voru Ásgeir Rafn Birgisson, Ólafur Sigvaldason og Símon Örn Birgisson.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is