Hour of Code - klukkustund kóðunar í Hraunvallaskóla

3.12.2018

 Vikan 3. - 7.desember er alþjóðleg vika forritunar. Á síðunni Hour of Code https://hourofcode.com/us eru fjöldi forritunarverkefna eða áskorana fyrir krakka á aldrinum fjögurra til átján ára á mörgum tungumálum.  Hraunvallaskóli tók þátt í slíkri áskorun í dag og var einn af rúmlega 20 skólum á landinu með slíkt verkefni. Nemendur í 8. - 10. bekk heimsóttu nemendur á yngsta stigi og kenndu yngri nemendum forritun gegnum skemmtilega leiki. Þetta gekk mjög vel þökk sé nemendum unglingastigs sem stóðu sig frábærlega í þessu hlutverki.  

Á miðstigi forrituðu 5. og 6. bekkur og næsta miðvikudag mun 7.árgangur heimsækja 1.bekk til að forrita með þeim.

Síða verkefnisins er öllum opin og við hvetjum nemendur til að nýta sér hana.

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is