Hvað er hæfilegur skjátími?

11.2.2019

Margir foreldrar hafa áhyggjur af of mikilli skjánotkun barna sinna.  Á málþingi um upplýsingatækni í grunnskólum sem Hafnarfjarðarbær hélt 8. febrúar síðastliðinn birti Kjartan Ólafsson lektor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri gátlista fyrir foreldra:

 Er barnið mitt:
- að nærast og sofa nóg?
- líkamlega hraust?
- í félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini?
- að sinna skólanum?
- með gefandi viðfangsefni í frítímanum?

Ef svarið er já þá er lítil ástæða til að hafa áhyggjur.
Ef svarið er nei þá er lausnin sennilega ekki fólgin í því að banna eða takmarka notkun á stafrænni samskiptatækni.

Snjalltæki á heimilum geta veitt fjölskyldum margar nýjar upplifanir og möguleika til náms og sköpunar. Á vef samtaka Heimilis og skóla má finna bækling sem inniheldur nokkur ráð og gátlista til þess að hjálpa foreldrum að stuðla að því að barnið fari vel af stað með notkun tækjanna og hverju skal sérstaklega hugað að.

Segull-skjanotkun


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is