iPad foreldrakynning

Fimmtudaginn 9. febrúar kl 19:30-21:00

7.2.2017

Verið öll hjartanlega velkomin á kynningarkvöld hjá Skema hér í skólanum en Skema stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum sem stuðla að uppbyggingu á menntun í takt við tækniþróun. Öllum foreldrum og forráðamönnum boðið til kynningar á tækifærum sem skapast við notkun á spjaldtölvum. Allir fá að prófa iPad og vinna verkefni.Námskeið er fyrir foreldra/forráðamenn nemenda sem eru byrjaðir að nota iPad í námi. Farið verður yfir helstu möguleika sem iPad hefur upp á að bjóða fyrir grunnskóla. Á námskeiðinu verður farið í:

  •  helstu aðgerðir á tækinu
  • öpp sem nýtast í kennslu
  • hvaða möguleikar eru fyrir foreldra að stjórna notkun heima fyrir

Við byrjum í fyrirlestrarsal þar sem Skema heldur kynningu og svo kynnumst við öll hvernig það er að vinna í iPad. Allir foreldrar hvattir til að mæta og taka þátt.

WP_20161012_13_36_42_Pro



Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is