Klukkustund kóðunar

12.12.2019

Í þessari viku tók allur skólinn þátt í Hour of Code. Það var útfært þannig að eldri bekkir kenndu þeim yngri og tók hluti af 6. bekk á móti elstu deild leikskólans. Þau í 5. bekk og meirihluti 6. bekkjar sáu hins vegar alveg um sig sjálf enda orðin vel fær í flestan sjó þegar kemur að kóðun. Við erum stollt af þessum duglegu krökkum sem stóðu sig með prýði, allir voru áhugasamir og glaðir. Við hlökkum til að gera þetta aftur að ári. Fyrir áhugasama er hér tengill inn á heimasíðu Hour of Code sem er opin öllum


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is