Leiðbeiningar um skólastarf í grunnskólum vegna COVID-19

9.9.2020

Búið er að útbúa viðmið um hvenær grunnskólanemendur og starfsfólk eiga EKKI að mæta í skólann.

Nemendur/starfsfólk eiga EKKI að mæta í skólann ef þau:

  • Eru í sóttkví, einangrun eða bíða niðurstöðu sýnatöku.
  • Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Eru með flensueinkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). Miðað er við að skólabörn og starfsfólk skuli vera hitalaust a.m.k. einn sólarhring áður en þau snúa aftur í skólann ef veikindi stafa af öðru en COVID-19.

Mikilvægt er að foreldrar skólabarna og starfsfólk í skólum hugi áfram vel að sóttvörnum og smithættu.

Hvað snertir ferðalög erlendis þá eiga nemendur í Hraunvallaskóla sem hafa ferðast með fullorðnum sem bíða niðurstöðu úr skimun á landamærum, að vera heima þar til niðurstaða síðari skimunar hjá ferðafélögum/heimilisfólki sem er skimað er ljós en þau eru ekki formlega í sóttkví. Þetta á við jafnvel þótt þau geti haldið fjarlægð, notað sérsalerni og sinnt eigin líkamsþörfum.

Ef skimun ferðafélaga/heimilisfólks er neikvæð, aðstæður á heimili og þroski barns með þeim hætti að barnið geti fylgt reglum sem gilda um þá sem eru á heimili með einhverjum í sóttkví geta börnin farið í skóla og sinnt öðrum erindum. Þau mega ekki fá gesti á heimilið og ef smit kemur upp á heimilinu fara þau í sóttkví.

Það er mikilvægt að við hjálpumst öll að þegar kemur að því að framfylgja þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi.

VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR!

Hér má lesa nánar um þær reglur sem gilda um sóttvarnir í grunnskólum. https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/spurt%20og%20svara%c3%b0_grunnsk%c3%b3lar_070920.pdf


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is