Matarmálin

21.8.2019

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Skólamat um að sjá um skólamáltíðir í bænum til næstu 4 ára. Hægt er að skrá nemendur í mat á www.skolamatur.is Við hvetjum ykkur til að nýta þessa þjónustu en verð á skólamáltíð til foreldra er óbreytt frá síðasta skólaári eða 463 kr.

Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur að Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut 20 mínútum fyrir fyrstu kennslustund, þ.e. frá 7:55 til 8:30, og byrjum við fyrsta kennsludaginn á því. Grauturinn verður afgreiddur hér í matsalnum.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar. Verð fyrir ávaxtaáskrift 102 kr per dag. Borga þarf fyrir 1 mánuð í einu. Ef foreldrar hafa spurningar, ábendingar eða athugasemdir varðandi hafragrautinn eða ávaxtaáskriftina þá hvetjum við þá til að senda fyrirspurn á skolamatur@skolamatur.is

Gruskid-20195IMG_20190603_091504


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is