Í kvöld - mætir þú ekki örugglega?

7.12.2017

Sælir foreldrar/forráðamenn, 

Fimmtudaginn 7. desember næstkomandi kl. 17:30 ætlum við að hafa kynningu á nýju námsmati og notkun mentors umhverfis fyrir alla foreldra/forráðamenn í Hraunvallaskóla.

Í framhaldi af þeirri kynningu ætlar hún Hjördís Ýrr að kynna fyrir foreldrum á unglingastigi notkun I-pada í kennslu og fara vel yfir notkun á Google classroom.

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu fræðslu ykkur og börnum ykkar til betri innsýnar og skilnings. 

Til að renna ekki alveg blint í sjóinn með kaup á léttri hresssingu, þætti okkur vænt um ef þið gætuð opnað þennan tengil https://goo.gl/forms/wkVmacCozdmOP9Tx2 og merkt við hvort þið komist eða ekki. 

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórnendur


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is