Nemandi í Hraunvallaskóla vann forritunarkeppni grunnskólanna í Tækniskólanum

7.3.2019

Forritunarkeppni grunnskólanna var 2. mars 2019.

Keppnin er haldin árlega og er opin öllum grunn­skóla­nem­endum í 8. – 10. bekk sem hafa áhuga á for­ritun. Þemað í ár var retró tölvu­leikir. Kristinn Vikar Jónsson nemandi í Hraunvallaskóla fékk verðlaun fyrir fyrsta sætið.  Við óskum honum hjartanlega til hamingju!

fyrstasæti (2)

Kristinn Vikar Jónsson fékk verðlaun fyrir fyrsta sætið.

annaðsæti
Benedikt Vilji Magnússon hlaut önnur verðlaun í Forritunarkeppni grunnskólanna.
þriðjasæti
Róbert Dennis Solomon var í þriðja sæti í Forritunarkeppni grunnskólanna 2019.
20190302_143811
Hópmynd af keppendum og aðstandendum keppninnar.

Fjölmennt og vel heppnað

Notast var við for­rit­un­armál í textaham og í boði voru fríar pizzur og bolir fyrir alla þátt­tak­endur. Allir kepp­endur fengu viðurkenn­ing­ar­skjöl og verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin.

  • Fyrsta sæti: Kristinn Vikar Jónsson – nemandi í Hraunvallaskóla.
  • Annað sæti: Benedikt Vilji Magnússon – nemandi í Hagaskóla.
  • Þriðja sæti: Róbert Dennis Solomon – nemandi í Smáraskóla.

Heimild: https://tskoli.is/frettir/retro-tolvuleikir-voru-thema-keppninnar/


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is