Nemendaráð Hraunvallaskóla 2016-17

22.9.2016

Kosið var í stjórn nemendafélags skólans í fyrstu viku skólaársins. Þau sem sitja í nemendaráðið þetta árið eru María Mist Árnýjardóttir (formaður), Kristín Anna Jónasdóttir (varaformaður), Aðalgeir Aðalgeirsson, Guðrún Birta Ingólfsdóttir, Benedikt Bent Brynjarsson, Viktoría Valsdóttir, Kolbrún María Björgvinsdóttir, Indíana Elísabet Guðvarðardóttir og Andri Freyr Björnsson. 

Hlutverk nemendaráðs er að skipuleggja félagsstarf í skólanum í samvinnu við starfsfólk félagsmiðstöðvar og skólastjórnar og gæta hagsmuna nemenda í skólanum og virkja sem flesta nemendur til starfa og þátttöku í félagslífi. 

Nemendaráðið hefur ákveðið að halda nemendaráðskvöld í einu sinni í mánuði í Mosanum í vetur. En það eru kvöld þar sem þau sjá algjörlega um skipulagningu og framkvæmd á viðburði. Í september skipulögðu þau t.d. skemmtilegan ratleik um hverfið sem gekk gríðarlega vel og var mjög góð þáttaka.

Það sem er næst á dagskrá svo hjá nemendaráðinu er t.d. að byrja að skipuleggja Sleepover Mosans, sem verður í byrjun nóvember og 221 festival sem er árlegt ball sem Mosinn heldur með Ásnum í Áslandsskóla og Setrinu í Setbergsskóla.

Mosinn á einnig tvo fulltrúa í Ungmennaráði Hafnarfjarðar en það eru þær María Mist Árnýjardóttir og Vaka Agnarsdóttir. Ungmennaráð Hafnarfjarðar er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-18 ára. Áhersla er lögð á þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum ásamt því að koma skoðunum ungs fólks til réttra aðila innan stjórnkerfsins. Ungmennaráðið hittist tvisvar í mánuði í Húsinu - menningarhúsi fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. 

 IMG_2756* Á myndina vantar Maríu Mist 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is