Fréttir frá Mosanum

17.9.2014

Við opnuðum Mosann 3. september síðastliðinn og það hefur verið mikið fjör hingað til hjá okkur og roslega góð mæting. Í vetur verðum við með opið fyrir unglingadeildina kl.19:30-22 á mánudögum og miðvikudögum en á föstudögum verður opið kl.17-22 en þá ætlum við að hafa klúbbastarf í gagni.

Klubbastarfið gengur þannig að við auglýsum í byrjun vikunnar hvað er í boði þann föstudaginn og þurfa krakkarnir að skrá sig í klúbbinn. Klúbbarnir sem verða í boði eru t.d. ræðuklúbbur, pizzuklúbbur, eðluklúbbur, vinabandaklúbbur og fleiri skemmtilegir klúbbar. Það eru aðeins 10-15 sem komast í hvern klúbb og það verða 2 klúbbar í boði hvern föstudag.

Starfsfólkið í sem verður í vetur eru Davíð, Bjarki, Andri og Andrea sem voru í fyrra og svo bættust við þær Elfa Björk og Þórdís Silja í hópinn núna.

Meðfylgjandi er dagskrá fyrir september í Mosanum og eins og sést þar þá er BALL í KVÖLD ? og sleepover á föstudaginn í næstu viku! ?

Til þess að hægt sé að skrá sig á sleepoverið þurfa foreldrar að koma til okkar og skrifa undir leyfisbréf. Við erum ekki komin með nákvæma dagskrá og því ekki búin að ákveða hvað kostar - en það kemur til með að vera á kostnaðarverði ?

Endilega kíkið við hjá okkur milli kl.17 og 22 á mánudaginn (22. sept) eða miðvikudaginn (24. sept) til að skrifa undir bréfið.

Það er frítt á ballið í kvöld en á því munum við tilkynna hvaða krakkar verða í nemendaráði í vetur. Kosningar í það fóru fram á mánudaginn og voru 33 krakkar í framboði þetta árið en 11 krakkar voru valdir í ráðið og verða þar í vetur.

Ballið byrjar kl.20 og er búið kl. 22.

 

 

Þið eruð alltaf velkomin að kíkja á okkur og sjá þessa flottu starfsemi sem við höldum úti hérna ?

 

Endilega verið í bandi við okkur ef þið hafið spurningar eða viljið koma einhverju á framfæri við okkur.

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is