Höfundur í heimsókn

28.10.2014

HafnarfjarðarbærBrynja Sif Skúladóttir rithöfundur kom í heimsókn á bókasafn Hraunvallaskóla í dag. Hún ræddi við nemendur í 7. bekk um ímyndunaraflið og las upp úr væntanlegri bók sinni Nikký og baráttan um bergmálstréð. Nemendur höfðu gaman að og höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja úr sinni sögugerð.

Annars viljum við benda á að bókasafn Hraunvallaskóla er komið með síðu á Facebook sem við hvetjum ykkur til líka við enda er ávallt margt um að vera þar. Þið finnið síðuna með því að skrifa Bókasafn Hraunvallaskóla í leitargluggann.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is