Líf og fjör í 2. bekk

12.11.2014

Hvað er í gangi þegar nokkrir nemendur í 2. bekk standa frammi á gangi og kasta skónum sínum? Svarið er einfalt; þau eru að læra! Viðfangsefnið í stærðfræði hjá krökkunum þessa stundina er mælingar. Verkefni dagsins snerist um að kasta skónum sínum og mæla hversu langt hann fór með þremur mismunandi aðferðum. Krakkarnir höfðu greinilega gaman að þessari skemmtilegu kennslustund og voru einstaklega flink í að mæla.

Það er sannarlega gaman í 2. bekk!Hafnarfjarðarbær


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is