Þráðlaust net fyrir nemendur

9.12.2014

Nemendur hafa fyrst og fremst aðgang að netinu í til að stunda nám sitt og því eru takmarkanir á notkun netisins í öðrum tilgangi. Með tímanum er stefnt að auknum möguleikum tengdum kennslunni til að nýta þráðlausa netið, s.s. í gegnum snjalltæki nemenda og skóla sem munu væntanlega fjölga á næstu árum.

Til að byrja með mun netið virka fyrir alla nemendur frá 4.-10. bekk. En síðar verður skoðað hvort það eigi einnig að ná til yngri nemenda. Uppsetning netsins er hluti af átaki í upplýsingatækni (UT) í skólastarfi grunnskóla sem hófst árið 2014 í kjölfar stefnu um málið sem tekin var í kjölfar tillögugerðar í skýrslu um málið. Áhersla þessa árs hefur verið að fjölga skjávörpum og setja upp þráðlaust net í skólahúsnæði allra grunnskóla í Hafnarfirði.

Reglur um þráðlaust nemendanet frá Skólaskrifstofu:

Allir nemendur grunn-skólanna verði með persónulegt aðgengi inn á staðbundið net skóla frá 1. bekk en frá 4. bekk hafi allir nemendur þann aðgang sömuleiðis þráðlausan. Skólastjórar skólanna geta þó hleypt einstaka nemendum/bekkjum fyrr inn á þráðlausa netið telji þeir það nauðsynlegt fyrir skólastarfið, sem þeir tilkynna tölvudeild. Síðar verði skoðað hvort aðgengi allra á þráðlaust net verði fært neðar uns öllum grunnskólanum er náð. Gæti tekið gildi strax eða um leið og tæknilega sé búið að útfæra framkvæmdina.

  • Þráðlausa netið verði sjálfkrafa opið frá kl. 8-16.30 alla skóladaga. Það hafi engar sértækar takmarkanir umfram þær sem lúta að almennum tæknilegum kerfislögmálum og siðferðilegum atriðum sem tengjast tölvunotkun nemenda, og gildir þar hið sama á staðbundnu neti og þráðlausu.
  • Aðgangsstýringar nemenda á þráðlausu svæði séu hinar sömu og á staðbundnu neti skóla, þ.e. sömu „polisíur“ gilda, en eðli þráðlausa netsins er þó hægari hraði en á staðbundnu neti. Þó munu nemendatæki sem koma inn á þráðlaust net hafa ekki aðgang að efni og svæðum nemendanna á „Hafnarfjörður domain“ eða prentun í skóla og öll gagnvarðveisla þeirra þar verður að gerast á eigin vegum, þ.e. á tækið sjálft eða í persónulegu aðgengi „í skýjum“. Nemendatæki sem koma inn á þráðlaust net skóla eru á eigin ábyrgð varðandi öryggi, þjófnað, skemmdir og vírusvarnir.
  • Engir samningar verði gerðir sérstaklega við nemendur um aðgengið inn á þráðlausa netið því almennar skólareglur, og tölvureglur tengdar þeim ef við á, gilda um alla tölvunotkun nemenda í skóla óháð tengingu. Það skal kynnt vel foreldrum á vef skóla og í starfsáætlun skóla.

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is