Fjölgreindaleikar

Þemadagar

24.3.2015

Vikuna 24. - 27. mars verður þemavika í Hraunvallaskóla. Þessa viku  ætlum við að vera með Fjölgreindaleika í skólanum þar sem nemendur frá 1. - 10. bekk eru saman í hópum, fara um skólann og leysa fjölbreytt verkefni sem reyna á mismunandi hæfni.  Munu leikarnir standa frá þriðjudegi til fimmtudags. Nemendur á unglingastigi verða hópstjórar og varahópstjórar og verða yngri nemendum til halds og trausts. Mæting er kl. 8:10 alla daga og hætt kl. 13:10 nema á föstudeginum en þá verður skertur skóladagur sem lýkur 11:10. Mikilvægt er að nemendur mæti stundvíslega þessa daga þar sem stöðvarnar eru á mismunandi stöðum í skólanum. 

Ætlast er til að allir nemendur hafi með sér morgunnesti og þeir sem ekki eru skráðir í mat hafi með sér hádegisnesti. Æskilegt er að nestið sé í litlum bakpoka því börnin þurfa að hafa nestið með sér og borða það á þeirri stöð sem þau eru stödd á þegar nestistíminn er. Allir tímar í list-, verkgreinum, sundi og íþróttum verða samkvæmt stundaskrá á mánudeginum en falla niður hina dagana.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is