Byrjendalæsi í 1. bekk

14.1.2016

Síðustu daga hefur 1. bekkur unnið með bókina ,,Gummi og huldufólkið“ eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur í byrjendalæsinu. Í dag var heldur betur glatt á hjalla þegar höfundurinn hitti krakkana á skype fundi. Hún kynnti sig, las söguna sína og ræddi við krakkana. Bókin er rík af orðaforða og gefur tækifæri til að kynna og ræða ýmislegt spennandi. Meðal þess sem höfundurinn spurði nemendur um var hvort þeir vissu hvað kaplamjólk væri. Ekki stóð á svörum, allir voru með það á hreinu enda búnir að lesa söguna nokkrum sinnum með aðstoð kennaranna sinna og fara vel yfir alls konar orð og hugtök.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is