Fjármálavit

19.1.2016

Um daginn fengu nemendur í 10. bekk fræðslu um fjármálavit sem í grunninn gengur út á mikilvægi þess að setja sér markmið í fjármálum og að gera ráðstafanir til að ná þeim. Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla og er tilgangurinn að veita innblástur í kennslu um fjármál. Efni Fjármálavits er þróað af Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) í samvinnu við starfsmenn þeirra, kennara og kennaranema. Námsefnið er byggt upp sem sjálfstæðar kennslustundir með umræðum og verkefnum, en til stuðnings eru einnig nokkur stutt myndbönd sem nemendur geta horft á til að tengja við viðfangsefnið. Myndböndin segja á gamansaman hátt frá þremur unglingum og vangaveltum þeirra um fjármál.  Verndari Fjármálavits er Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður sem veitir ungu fólki heilræði í stuttu myndbandi hér að ofan og vitnar þar í eigin reynslu af fjármálum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel, hlustuðu af áhuga, unnu verkefni og kynntu það. http://fjarmalavit.is/kennarar/

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is