Grunnskóli í Skarðshlíð

Kynningarfundur í Hraunvallaskóla þriðjudaginn 17. maí 2016 kl. 19.30

9.5.2016

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði boða til kynningarfundar um málefni nýs grunnskóla á Völlunum í Hafnarfirði sem verður staðsettur í Skarðshlíð. Gert er ráð fyrir að skólinn hefji störf haustið 2017 fyrir nemendur í 1.-4. bekk og sé fyrir nemendur innst á Völlunum og í væntanlegri íbúðabyggð í Skarðshlíð. Á fundinum verður kynnt uppbygging á Völlunum (íbúafjöldi og grunnskólanemendur), staðsetning og byggingaráform fyrir nýja grunnskólann í Skarðshlíð og væntanlegar áherslur í skólastarfi nýja skólans. Á fundinum verður þess vænst að heyra sjónarmið íbúa á Völlum til nýs skóla og fá viðbrögð við áætlunum sem bæjaryfirvöld munu kynna á fundinum. Fundurinn er opinn öllum sem láta sig málið varða. Með von um að sjá sem flesta á fundinum. 

Stýri-/starfshópur á vegum fræðsluráðs Hafnarfjarðar

Fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar - Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is