Vel heppnað málþing í unglingadeild Hraunvallaskóla í dag

3.6.2016

Í dag fór í fyrsta sinn fram málþing nemenda í unglingadeild Hraunvallaskóla. Viðstaddir voru allir nemendur unglingadeildar, kennarar, stjórnendur og starfsfólk Hraunvallaskóla ásamt góðum gestum; þeim Vigfúsi Hallgrímssyni, Ingibjörgu Einarsdóttur, og Þórdísi Helgadóttur frá Skólaskrifstofu og Rósu Guðbjartsdóttur formanni fræðsluráðs.          

Málþingið er liður í auknu nemendalýðræði sem vel kemur heim og saman við áherslur nýrrar Aðalnámskrár. Kynnir var Anna Sara Róbertsdóttir úr 10. IÞG og fundarstjórar þeir Magnús Karl Reynisson og Viktor Andri Vestmann Kristinsson úr 10. HBG. Í upphafi var sýnt myndband um fjölmenningu í Hraunvallaskóla sem unnið var af Önnu Söru Róbertsdóttur og Krístínu Helgu Eyjólfsdóttur úr 10. IÞG. Eftir það voru flutt sex framsöguerindi. Ieva Voisiatite og Edvinas Gecas úr 9. HAH fjölluðu um undirbúning og aðbúnað nemenda með annað móðurmál en íslensku. Hjördís Helga Ægisdóttir úr 8. BH fjallaði um sundkennslu í Hraunvallaskóla út frá sjónarhorni stúlkna og nemendur sem æfa íþróttir utan skóla.  Máni Þór Magnason úr 10. HBG bekk fjallaði um valgreinar og hvernig val myndi helst gagnast nemendum og Albert Elías Arason úr 10. HBG fjallaði um mikilvægi samfelldrar stundaskrár og heimanám.

Eftir framsöguerindin fóru fram pallborðsumræður þar sem tekið var á móti fyrirspurnum úr sal og   stjórnendur og kennarar sátu fyrir svörum. Málþingið var í alla staði vel heppnað og er sannarlega komið til að vera.



Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is