Öðruvísi jóladagatal

30.11.2017

7. bekkur ætlar að taka þátt í Öðruvísi jóladagatali á vegum SOS barnaþorpa. Öðruvísi jóladagatal færir athyglina frá því að þiggja yfir í að gefa en nemendur horfa á eitt stutt myndband á dag, dagana 4.- 15. desember, þar sem þeir kynnast lífi barna frá ýmsum löndum. 

Á fyrsta degi verkefnisins fá nemendur ómerkt umslag og bréf til foreldra með sér heim sem SOS Barnaþorpin útvega. Hugmyndin með Öðruvísi jóladagatali er sú að nemendurnir aðstoði heima fyrir á meðan að verkefnið fer fram, til dæmis með því að taka af matarborðinu, teikna mynd fyrir ömmu, taka til í herberginu sínu eða fara út með hundinn. Fyrir þessi viðvik fá nemendur vasapening frá foreldrum eða forráðamönnum. Vasapeninginn setja þeir í umslagið, og nýtast fjármunirnir í að aðstoða börn líkt og þau hafa heyrt um í gegnum jóladagatalið. Öll framlög sem safnast í ár munu fara til SOS Fjölskyldueflingar í Kósóvó en þar fá fátækar barnafjölskyldur aðstoð til sjálfshjálpar.

Sosbarnathorp


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is