Öflugt foreldrastarf í Hraunvallaskóla

Húmor og skólamatur

16.11.2017

Húmor og skólamatur


Þriðjudaginn 21. nóvember, kl. 20:00 í sal Hraunvallaskóla. Edda Björgvinsdóttir fjallar um "Húmor, gleði, hamingju og dauðans alvöru". Skólamatur sem hefur tekið við af Skólaaski verður með kynningu á þjónustu sinni og einnig verður kynning á umbótastarfi Hraunvallaskóla. Boðið upp á umræður og veitingar. Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að mæta.

Jólaföndur


Jólaföndur foreldrafélags Hraunvallaskóla verðu laugardaginn 2. desember í sal skólans. Eins og í fyrra sjá foreldrar og nemendur 10. bekkjar um föndrið og selja kaffiveitingar og föndurvörur til fjáröflunar fyrir útskriftarferðina í vor. Jólasveinn kemur í heimsókn. Eigum saman notalega gæðastund með börnunum í skólanum okkar.

Styrkir til bekkja/hópa


Á stjórnarfundi í haust var ákveðið að veita eins og í fyrra fjóra 30.000.- kr. styrki til hópa eða bekkja vegna viðburða eða bekkjarstarfs með þátttöku foreldra. Umsóknir þess efnis skulu sendar á netfangið: stjorn_ffh@googlegroups.com.

Félagsgjöld


Á síðasta aðalfundir voru samþykkt óbreytt félagsgjöld, þ.e. 2.500.- kr. á fjölskyldu. Greiðsluseðlar hafa verið sendir og eru í heimabankanum. Félagsgjöldin er grundvöllurinn að starfi foreldrafélagsins sem  hefur að markmiði að styrkja skólastarfið og samstarf heimilis og skóla. Félagið styrkir t.d. Vinaliðaverkefnið, kaup á búnaði fyrir Mosann, námskeið, fyrirlestra fyrir nemendur og stendur fyrir fundum og viðburðum ofl.



Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is