Salka Sól

8.11.2017

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn einelti og að því tilefni þá var nemendum í mörgum bekkjum sýndur þáttur sem var á Skjá 1. Í þættinum er talað við Sölku Sól og fjallað um hennar skólagöngu sem einkenndist því miður af einelti. Þátturinn er afskaplega vandaður og hvetjum við ykkur, foreldra/ forráðamenn, að horfa á þáttinn og ræða við börnin um hversu mikilvægt það er að vinna gegn stríðni og einelti. Við kennarar ræðum þetta mikið en ekkert hefur eins sterk áhrif eins og vitneskja barnanna um viðhorf foreldra/forráðamanna sinna. 
Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við öll hér erum þorpsbúarnir í þorpi barnanna okkar. Vinnum saman.

Salka Sól


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is