Síðdegishressing í grunnskólum Hafnarfjarðar

8.1.2020

Það hefur verið hluti af áformum bæjaryfirvalda með breytingum á matarþjónustu í grunnskólum frá hausti 2019 að nemendur eigi kost á að fá mat allan skóladaginn, í þessu tilviki síðdegishressingu. Hingað til hefur það eingöngu verið mögulegt fyrir nemendur í frístundaheimilum (1.-4. bekkur). Ákveðið hefur verið að bjóða öðrum nemendum (5.-10. bekkur) upp á sama kost og nemendum í frístundaheimilum er boðið upp. Slíkt verður eingöngu í boði í fastri áskrift eftir vikudögum. Verð á síðdegishressingu er fast eða kr. 213 á dag. Hver skóli útfærir síðan hvernig afhending á síðdegishressingunni fer fram til viðkomandi nemenda sem mun verða tilkynnt þeim sem gerast áskrifendur að síðdegishressingunni.

Föst áskrift að síðdegishressingu hefst 1. febrúar nk. Sækja þarf um áskriftina með tölvupósti til skolamatur@skolamatur.is eigi síðar en 24. janúar nk. til að hún taki gildi þann 1. febrúar. Tilgreina skal hvaða vikudag(a) (fast) óskað er eftir að fá áskrift að síðdegishressingunni. Sami mánaðardagur (24. hvers mánaðar) gildir eftir það sem viðmið fyrir pantanir og uppsögn áskriftarinnar mánuðinn á eftir.

Kveðja, Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is