Skólaaskur

Breyting á mötuneyti

5.8.2016

Hafnafjarðarbær hefur gert samning við Skólaask um rekstur mötuneyta leikskóla og grunnskóla. Skólaaskur mun taka að sér rekstur mötuneyta og lögð verður áhersla á þrjá mikilvæga þætti: næringu barna, umhverfissjónarmið og matarsóun.

Í upphafi skólaárs þarf að skrá öll börn í mataráskrift í gegnum heimasíðu Skólaasks, sjá vefslóð: http://skolaaskur.is/skr%C3%A1ning.html  – hægt er að velja um fasta áskrift 5 daga vikunnar, dagaval eða að kaupa stakar máltíðir. Áskrift framlengist sjálfkrafa um einn mánuð nema ef áskrift sé sagt upp eða breytt. Allar breytingar hvort heldur er varða dagaval, greiðslumáta eða uppsögn skal gera fyrir 21. hvers mánaðar undan þeim mánuði sem breytingum er ætlað að taka gildi.

Áskriftartímabilin eru eftirfarandi:

Haust 2016

  •  22. ágúst til 30. september, sem er til greiðslu 24. ágúst
  •  október til 31. október, sem er til greiðslu 21. september
  •  1.nóember til 30.nóember, sem er til greiðlu 21. októer
  •  1.desember til 31.desember, sem er til greiðslu 21. nóvember

Vor 2017

  •     1.janúar til 31. janúar, sem er til greiðslu 21.desember 2016
  •     1.febrúar til 28. febrúar, sem er til greiðslu 21. janúar
  •     1.mars til 31. mars, sem er til greiðslu 21. febrúar
  •  1.apríl til 30. apríl, sem er til greiðslu 21. mars
  •  1.maí til 31.maí, sem er til greiðslu 21. apríl
  •  1. júní til 30. júní, sem er til greiðslu 21. maí

Allir matseðlar eru næringaútreiknaðir og farið eftir ráðleggingum embætti Landlæknis. Matseðlarnir eru birtir á heimasíðu Skólaasks, www.skolaaskur.is – á heimasíðu Skólaasks geta foreldrar og aðrir aðstandendur fylgst með matseðlum og samsetningu matseðla, þar birtast einnig upplýsingar um innihald. Við matseðlagerð er notast við handbók fyrir skólamötuneyti sem var gefin út af embætti Landlækni árið 2010. Í ráðleggingunum er gert ráð fyrir að það sé heit máltið a.m.k. fjórum sinnum í viku og gert ráð fyrir að ávextir eða annarskonar grænmeti fylgi hádegisverði. Til drykkjar verði boðið upp á vatn og/eða léttmjólk með flestum máltíðum.

Viðmið fyrir grunnskóla:

  • Orka (kcal) 500 meðaltal viku
  • Lágmark: 450 kcal – Hámark: 750 kcal (einstaka máltíð)
  • Kolvetni 50-60%
  • Prótín 15-30%
  • Fita 15-40%
  • Natríum (salt) ekki meira er 500 mg natríum eða 1,25 g salt í máltíð

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is