Skýringar á námsmati

29.1.2019

Eins og áður hefur verið kynnt þá gaf menntamálaráðuneytið út nýja aðalnámskrá grunnskóla, árin 2011 og 2013, með töluverðum breytingum frá fyrri námskrá. Helstu breytingarnar voru einkum þessar:

  • Markmiðum um þekkingu, færni og viðhorf var skipt út fyrir hæfniviðmið sem ná yfir þekkingu, leikni og hæfni með það síðastnefnda í forgrunni; að nemendur læri að afla sér þekkingar og þjálfa færni og verði færir um að nýta þá hæfni í ólíkum aðstæðum hins daglega lífs.

  • Matskvarði (einkunnakvarði) við brautskráningu nemenda úr grunnskóla breyttust úr tölustöfunum 1-10, í bókstafi, A, B+, B, C+, C og D.

Til glöggvunar má á einfaldan hátt útskýra einkunnir í bókstöfum í 5. -10. bekk með þessum hætti:

Namsmat


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is