Sögur - verðlaunahátíð barna

23.4.2018

Í gær voru veitt verðlaun fyrir það sem vel var gert í barnamenningu á Íslandi árið 2017 og voru sögur í forgrunni. Það er þó skemmtilegast að segja frá því að nemandi í 7. bekk vann verðlaun fyrir útvarpsverk ársins. Hún Silvía Lind Tórshamar í 7. HE á heiðurinn af sögunni Stelpan sem læstist í skápnum og það verður unnið og flutt í útvarpsleikhúsinu. Við erum náttúrulega með eindæmum stollt af því að fleiri viti hvað við eigum frábærlega frambærilega nemendur. Til hamingju öll og sérstaklega Silvía. Sjá má þáttinn á RÚV og tekur Silvía við verðlaunum þegar þátturinn er kominn í 10:15


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is