Stóra upplestrarkeppnin

21.2.2017

Í gær, mánudaginn 20. febrúar, fór Stóra upplestrarkeppnin fram hér hjá okkur í Hraunvallaskóla. 12 nemendur úr 7. bekkjum  kepptu um að verða fulltrúar okkar á Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Hafnarborg 7. mars nk.

Það voru þau; Daníel Lúkas Tómasson, Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Helena Hauksdóttir, Rannveig Þóra Karlsdóttir og Sandra Karen Daðadóttir úr 7. Hamingju og Arndís Diljá Óskarsdóttir, Hildur Valsdóttir, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Össur Haraldsson, Tryggvi Magnús Ragnarsson og Elva Katrín Ómarsdóttir úr 7. Farsæld sem kepptu til úrslita.

Krakkarnir stóðu sig með prýði og lásu af stakri snilld. Í fyrri umferð keppninnar lásu þeir valda kafla úr sögunni ,,Flugan sem stöðvaði stríðið“ eftir Brynhildi Björgvinsdóttur og í þeirri seinni ljóð að eigin vali.

Sú hefð hefur skapast að fulltrúar frá síðasta ári koma fram á hátíðinni. Dagur Snær Hilmarsson annar vinningshafanna frá því í fyrra las ljóð í upphafi keppninnar og Vala Marie Unnarsdóttir las stutta kynningu á höfundinum Brynhildi Björgvinsdóttur og sögunni sem keppendur lásu upp úr.

Í dómnefnd sátu Ingibjörg Einarsdóttir, einn stofnenda keppninnar, Marsibil Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hvaleyrarskóla og Jóhann Skagfjörð, aðstoðarskólastjóri í Fellaskóla.

Á meðan dómnefnd var að störfum sáu hæfileikaríkir nemendur úr 7. bekkjum um tónlistaratriði. Erlendur Snær Erlendsson lék á píanó, Ragnhildur Sara Bergsdóttir spilaði á saxófón, Jón Ragnar Einarsson lék á píanó og Inga Lára Gunnarsdóttir á gítar. Einnig voru leikin rapplög sem nemendur 7. bekkja hafa verið að semja við íslensk ljóð í tónmenntatímum hjá Þórunni Jónsdóttur tónmenntakennara.

Úrslitin urðu þau að Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir og Helena Hauksdóttir verða fulltrúar okkar í Hafnarborg í ár. Rannveig Þóra Karlsdóttir var valin til vara.

Við erum stolt af krökkunum sem stóðu sig afar vel og sýndu mikinn metnað. Upplestrarkeppnin-i-7.bekk-urslitahopurUpplestrarkeppnin-vinningshafar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is