Stóra upplestrarkeppnin

20.3.2019

Þann 16. nóvember sl. var Stóra upplestrarkeppnin sett víða um land. Síðan þá hafa nemendur í 7. bekk í Hraunvallaskóla verið að þjálfa framsögn á texta og ljóðum undir leiðsögn umsjónarkennara. 13. mars var haldin keppni innanhús á milli nemenda í árgangnum og komust 12 keppendur áfram á lokakeppni skólans sem var haldin í dag. Keppendur stóðu sig allir mjög vel en dómnefnd valdi eftirfarandi keppendur sem fulltrúa skólans á lokakeppni Hafnarfjarðar í Hafnarborg 2. apríl nk.: Aðalmenn: Katla og Hekla Sif, varamaður: Bryndís Björk. Við óskum þeim innilega til hamingju og góðs gengis á lokakeppninni.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is