Talk like a pirate day á mánudag

20.9.2016

"International Talk like a Pirate day" hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim síðan 2002.  Við á bókasafni Hraunvallaskóla höfum tekið þátt í þessum skemmtilega degi undanfarin ár við mikla gleði nemenda og starfsfólks. Á þessum degi lýkur sjóræningjalestrarátaki  yngstu krakkana og þau fá lítinn glaðning fyrir að taka þátt,  hér geta allir sjóræningjar mætt í myndatöku, sjóræningjamyndir og þrautir eru í boði og Í ár var líka á safninu sjóræningjaskip sem allir máttu skreyta og sjóræningjagetraun. Dagurinn tókst ótrúlega vel og hingað streymdu sjóræningjar af öllum stærðum og gerðum og skemmtu sér saman

SjoSjor



Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is