Tími fyrir endurskinsmerki

14.11.2019

Nú þegar það er farið að verða dimmt er algjörlega nauðsynlegt að öll börn séu vel sýnileg.

Öll sex ára börn fengu endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði í haust þegar grunnskólaganga þeirra hófst. Verkefnið er til þess fallið að auka öryggi barnanna og gera þau sýnilegri á ferðum sínum um bæinn. Endurskinsmerki eru aðgengileg í tveimur af sundlaugum Hafnarfjarðar, í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug, fyrir aðra þá foreldra og forráðamenn sem vilja bæta öryggisbúnað barna sinna.

Sjá nánar


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is