Umsóknir og innritun í grunnskóla

13.1.2020

Til foreldra í grunnskólum Hafnarfjarðar

Athygli foreldra er vakin á því að 1. febrúar ár hvert er formlegur umsóknarfrestur til að sækja um breytingu á skólavist nemenda í grunnskólum sem taki gildi frá næsta skólaárinu á eftir (ágúst). Um tilfærslur milli skóla gilda ákveðnar reglur sem samþykktar hafa verið af bæjaryfirvöldum og eru þessar:

· Reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Hafnarfjarðar,

· vefslóðin sjálf: https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/Verklagsreglur_skolavist-i-grunnsklum-Hafnarfjardar-2019_oktober_LOK.pdf

Sömuleiðir er bent á að aðrir möguleikar í skólastarfi, til dæmis flýtingar, seinkanir og skólavist i sérskólum og sérdeildum svo dæmi séu tekin, þarf að sækja um í góðum tíma.

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um slíkt er bent á að hafa samband við Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúa grunnskóla á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs, vigfus@hafnarfjordur.is, til að fá nánari upplýsingar um einstök málefni sem snúa að grunnskólastarfi og skólavist.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is