Vertu góð fyrirmynd!

11.4.2018

Foreldraráð Hafnarfjarðar veitti hvatningarverðlaun - "Vertu góð fyrirmynd" í kvöld í sal Flensborgarskóla. Hraunvallaskóli átti þar flotta fulltrúa sem tilnefndir voru til verðlauna. Hilmar kennari í 7. bekk fyrir að mæta vel þörfum nemenda sinna og gera jafnframt kröfur til þeirra því hann veit hvað í þeim býr. Nemendur í 7. bekk voru tilnefndir í hópi ungmenna sem hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt er þau sýndu umhyggjusemi, einlægni og óeigingirni er þau gáfu skólabróður sínum í 4. bekk sem greindist með hvítblæði í haust söfnunarfé sem þau höfðu safnað fyrir Reykjaferð. 7. bekkinga. Til hamingju öll þið eruð flottar og góðar fyrirmyndir 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is